151. löggjafarþing — 33. fundur,  8. des. 2020.

Hálendisþjóðgarður.

369. mál
[15:41]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir innleggið. Þingmaðurinn spyr: Hver er þörfin á þessu verkefni? Hvað gerist án þessa þjóðgarðs? Ég tel mikla þörf á að ná heildstætt utan um það að vernda miðhálendið sem eina heild, m.a. í skipulagslegu tilliti þannig að hægt sé að horfa heildstætt á bæði þá nýtingu og vernd sem ég tel að þar þurfi að vera. Því næðum við ekki ef ekki væri fyrir þjóðgarðinn. Ég held að við eigum líka að horfa til tækifæra sem snúa að fleiru en náttúruverndinni, þ.e. uppbyggingar sem getur orðið úti á landi í kringum þetta, eflingar ferðaþjónustunnar og opinberra starfa úti á landi. Þetta þrennt skiptir mestu máli í mínum huga; náttúruverndin, skipulagið og tækifærin sem felast í þessu stóra verkefni.