143. löggjafarþing — 34. fundur,  11. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[20:52]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég get stytt mál mitt í ljósi ræðu hv. þm. Ragnheiðar Ríkharðsdóttur. Það er alveg rétt að málið hefur ekki verið tekið út því nefndarmönnum hefur ekki gefist færi á að taka afstöðu til nefndarálits og þegar af þeirri ástæðu er málið enn þá inni í nefndinni. Ég held að mjög mikilvægt sé að úrskurðað verði mjög skýrt um það sem allra fyrst.