146. löggjafarþing — 34. fundur,  27. feb. 2017.

dómstólar.

113. mál
[19:55]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Stundum er talað eins og jafnréttislögin veiti öðru kyninu forskot óháð hæfi. Ég minni á að svo er ekki heldur koma þau fyrst til skoðunar ef staðan er sú að tveir eða fleiri umsækjendur eru jafn hæfir. Þó hefur heyrst og því hefur verið haldið fram að dómstólalögin séu sérlög og jafnréttislögin taki því ekki til skipunar dómanna. Því þykir þingflokki Samfylkingarinnar rétt að setja þetta inn til að taka af allan vafa. Við munum því greiða atkvæði með breytingartillögu minni hlutans.