150. löggjafarþing — 34. fundur,  25. nóv. 2019.

viðbrögð ráðherra við mótmælum á Austurvelli.

[15:10]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Við áttum reyndar ekki samtal um nákvæmlega þetta í síðustu viku þar sem þessi fundur var bara núna á laugardaginn, um helgina. Þarna komu saman rúmlega 4.000 manns og lýstu yfir vantrausti á ráðherra og mig langar til að spyrja ráðherra hvort afstaða hans hafi breyst frá því að hann sagði við mig í óundirbúnum fyrirspurnatíma í síðustu viku: Ég finn að mér er treyst.

Þá spyr ég: Hefur afstaða hans breyst? Finnur hann enn þá að honum sé treyst? Ef ekki, hversu margir þurfa að lýsa yfir vantrausti á ráðherra til þess að afstaða hans breytist? Hæstv. ráðherra getur námundað upp í 1.000. Það væri gagnlegt að vita hversu mörgum undirskriftum þarf að safna til að ráðherra axli ábyrgð og segi af sér.