136. löggjafarþing — 34. fundur,  24. nóv. 2008.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

173. mál
[18:20]
Horfa

Grétar Mar Jónsson (Fl):

Herra forseti. Ég óttast spillingu í nýju bönkunum og ég er ekki ánægður með ef fara á að taka hluta út úr fyrirtækjunum og selja fyrir slikk einhverjum flokksgæðingum. Ég hef áhyggjur af sparisjóðakerfinu í landinu og ég hef áhyggjur af því að byrjað sé að skera niður í velferðarkerfinu. Nýtt Ísland þarf að nýta allar auðlindir sínar og skapa atvinnu og tekjur fyrir þjóðina. Við í Frjálslynda flokknum höfum lagt til að það verði gert með því að nýta allar auðlindir til sjós og lands. Við þurfum að auka nýsköpun. Kosningar á nýju ári eru nauðsynlegar, fólkið sem mótmælir á laugardögum á Austurvelli mun knýja fram kosningar. Fólkið mun sigra að lokum. Ríkisstjórnin er ónýt til allra verka.