139. löggjafarþing — 34. fundur,  24. nóv. 2010.

dómstólar.

246. mál
[16:59]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þessi fjölgun í Hæstarétti er m.a. viðbrögð við því að landsdómur kemur saman eins og ég gat um í ræðu minni og skýringum. Hvort álagið verður slíkt á dómstólana að enn þurfi að fjölga dómurum verður tíminn einfaldlega að leiða í ljós. Við erum að bregðast við óskum sem komið hafa frá dómskerfinu, frá þeim sem best þekkja til þar og hvað síðar verður get ég hreinlega ekki sagt um. En við erum að bregðast við mati manna núna.