150. löggjafarþing — 34. fundur,  25. nóv. 2019.

orð fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[16:08]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Herra forseti. Ég geri ekki í sjálfu sér athugasemdir við fundarstjórn forseta að sinni en þó finnst mér ástæða, í ljósi orða hv. þm. Bryndísar Haraldsdóttur áðan, til að lýsa því yfir að ég er eiginlega bara sammála henni. Kannski er orðið tímabært að við áttum okkur á því að alveg frá því að lög um opinber fjármál voru samþykkt hafa þau hvað ofan í annað verið rekin í tóma vitleysu vegna þess að þetta almenna varasjóðakerfi virkar ekki. Þetta sérhæfða varasjóðakerfi er misnotað hipsumhaps og ekki síst tóku þessi lög fyrst og fremst af þinginu fjárræðisvaldið sem er mjög alvarlegt. Kannski ættum við að horfa á þetta sem dæmi um að það er eitthvað mikið að lögum um opinber fjármál. Tökum þetta upp, lögum þetta.