152. löggjafarþing — 34. fundur,  7. feb. 2022.

horfur í efnahagsmálum með tilliti til stöðu Covid-19, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[17:45]
Horfa

Óli Björn Kárason (S):

Herra forseti. Ástæða þess að ég spyr um það hvort hæstv. ráðherra sé fylgjandi því að innleiða hér útgjaldareglu eru áhyggjur mínar af því að útgjöld ríkisins muni þróast með óhagstæðum hætti, að við missum í raun tökin í góðæri eins og við höfum stundum gert. Ég held að mikilvæg rök séu fyrir því að innleiða útgjaldareglu. Hún getur t.d. undanskilið útgjöld vegna félagsmála og heilbrigðismála, í velferðarmálin, rekstrartilfærslur til þeirra mikilvægu málaflokka. En það er alveg ljóst í mínum huga að við getum ekki rætt um það hér í þessum sal rætt að nauðsynlegt sé að fara vel með opinbert fé, gera auknar kröfur um meðferð opinbers fjár, en ekki verið tilbúin til að innleiða hér útgjaldareglu með sama hætti og skuldareglan er í opinberum fjármálum.