151. löggjafarþing — 35. fundur,  10. des. 2020.

launamál og hækkun almannatrygginga.

[11:04]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Lífskjarasamningarnir voru sérstakir samningar, eins og ríkisstjórnin hefur oft talað um sjálf. Það þarf því sérstaka ákvörðun til að fara í rauninni ekki eftir þeim í endurmati á virði þeirra fyrir næsta ár í fjárlögum, heldur fara bara eftir lögunum. Það var tekin sérstök ákvörðun um að hækka lægstu launin um ákveðna krónutölu og það er sérstök ákvörðun að gera það ekki sem hliðstæðu þegar taka á mið af almennum launahækkunum. Það er áhugavert.

En ég vildi ítreka síðustu spurningu mína varðandi laun þingmanna og ráðherra um áramótin: Hversu mikið hækka þau og af hverju svarar ráðuneytið ekki spurningum fjárlaganefndar?