133. löggjafarþing — 35. fundur,  24. nóv. 2006.

fjárlög 2007.

1. mál
[11:50]
Hlusta

Magnús Þór Hafsteinsson (Fl):

Virðulegi forseti. Atkvæðagreiðslunni um síðustu fjárlög þessarar ríkisstjórnar sem nú gengur til móts við dauðastríð sitt fer brátt að ljúka, virðulegir þingmenn. Þessi atkvæðagreiðsla sýnir með óyggjandi hætti að ríkisstjórnin er alveg jafnforhert og þegar hún hóf valdaferil sinn. Þessi ríkisstjórn heldur áfram að breikka bilið á milli fátækra og ríkra í þessu landi. Hún virðist staðráðin í að halda stórum hópi þjóðfélagsþegna í basli og fátæktargildru enn um stund.

Ég vil lýsa því yfir, sem einn af fulltrúum stjórnarandstöðunnar, að það eru betri tímar fram undan. Þessu undarlega hjónabandi fálkans og framsóknarmaddömunnar lýkur brátt. Þá taka við nýir vendir sem munu sópa miklu betur, ekki síst fyrir þá sem (Forseti hringir.) minna mega sín í þjóðfélaginu. (Gripið fram í: Útlendingana sérstaklega.)