151. löggjafarþing — 35. fundur,  10. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[11:10]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Fer þá fram 2. umr. fjárlaga. Samkomulag er um ræðutímann á þann hátt að framsögumenn og talsmenn flokka fá tvöfaldan ræðutíma í fyrstu umferð og auk þess verður réttur til andsvara rýmkaður, þ.e. tryggt verður að fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka geti veitt andsvör við framsögu meiri hluta fjárlaganefndar. Þau andsvör verða tvær mínútur í fyrri umferð og ein mínúta í síðari umferð. Að öðru leyti en þessu gildir hefðbundinn ræðutími 2. umr. um frumvörp og hefðbundinn andsvararéttur.