151. löggjafarþing — 35. fundur,  10. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[12:03]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka spurningarnar. Ég ætla aðeins að klára þetta með sjálfbærnina og skuldaþróunina. Fjármálaráð fer mjög vel yfir breyturnar sem hafa áhrif á það hvernig þetta er metið og skuldahlutföllin inn í framtíðina. Það væri mjög gott og gagnlegt að geta fjallað aðeins nánar um það, en þetta er breytilegt eftir því hvernig vextir þróast o.s.frv.

Varðandi eldri borgarana þá er það ekki svo að við skiljum þá alveg eftir. Þeir fá sína lögbundnu hækkun og við erum þegar búin að samþykkja frumvarp um félagslegan viðbótarstuðning við lægstu tekjutíundina. Ég ætla að segja það hér að í félagsmálaráðuneytinu er verið að undirbúa hvernig megi nálgast aukinn stuðning við næstu tvær tekjutíundirnar. (Forseti hringir.) Sú vinna er ekki tilbúin.(Forseti hringir.) Ég er alveg liðsmaður með hv. þingmanni í því að við eigum að auka stuðninginn við þessar tvær tekjutíundir.