154. löggjafarþing — 35. fundur,  22. nóv. 2023.

húsnæðisstefna fyrir árin 2024--2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028.

509. mál
[15:52]
Horfa

innviðaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég skal ítreka frá fyrra andsvari mínu að meiningin er að fara með þetta frumvarp fyrir ríkisstjórn á föstudaginn og ég vona að það komi sem fyrst inn í þing eftir það. Þessi hugtök sem hv. þingmaður nefndi hér eru ekki nefnd í frumvarpinu og þar af leiðandi treystir ráðherrann sér ekki til að útskýra það og alls ekki fyrir þingmanninum sem augljóslega leggur mismunandi skilning í þessi tvö hugtök. Síðan vil ég bara segja við hv. þingmann að sá sem hér stendur er meira í svona raunveruleikastjórnmálum, leggur fram tillögur að lausnum (Gripið fram í.) og er ekki mikið fyrir að segjast vera að búa til einhver skáldverk. Ég hins vegar dáist að þeim sem það geta og nýt þess gjarnan að bæði hlusta og lesa slíka hluti. En þegar við erum í pólitík og að fara að byggja upp húsnæði þá vil ég frekar treysta á staðreyndir og lausnir og ég stend frekar fyrir þann hluta í stjórnmálum.