140. löggjafarþing — 36. fundur,  14. des. 2011.

lengd þingfundar.

[15:05]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti og hv. 3. þingmaður Suðurkjördæmis. Við greiðum atkvæði um hvort þingfundur geti staðið lengur en þingsköp leyfa. Það er rétt sem fram kom í máli formanns þingflokks Framsóknarflokksins að það er talsvert verk eftir áður en við getum gert jólahlé.

Ég vil samt spyrja hæstv. forseta hversu lengi hann hyggst hafa þingfund, því að það er eitt að samþykkja að vera til miðnættis eins og í gærkvöldi, eða að vera hér í alla nótt vegna þess að það hefur líka áhrif á gæði lagasetningarinnar og það hefur líka áhrif á hvernig við stöndum okkur í þeim verkefnum sem eftir eru afganginn af vikunni. Ég óska því eftir því, virðulegur forseti, að það verði skýrt hversu lengi fyrirhugað er að halda áfram þingfundi, hversu löng sú heimild er, (Forseti hringir.) vegna þess að við erum, eins og rætt var við 2. umr., (Forseti hringir.) ekki hrifin af opnum tékkum í þessum sal.

(Forseti (SIJ): Forseti biður þingmenn að virða ræðutíma.)