145. löggjafarþing — 36. fundur,  18. nóv. 2015.

um fundarstjórn.

[15:44]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf):

Herra forseti. Ég tel nauðsynlegt að það liggi algjörlega skýrt fyrir af minni hálfu að þegar ég talaði um skutilsveina hæstv. ráðherra þá átti ég ekkert sérstaklega við hv. þm. Ásmund Einar Daðason. En varla hafði ég lokið orðinu fyrr en hann var floginn hingað á sínum fínu vængjum í ræðustól og lítur bersýnilega svo á að hann sé skutilsveinninn. (ÁsmD: Og hlakka til að …) Ég hlakka líka til að sjá skutilsveininn hefjast í hæðir og verða kannski sá sem veifar brandinum.

Herra forseti. Ég tel að það sé mikilvægt í þessari umræðu að við fáum einhvern tímann að eiga orðastað við hæstv. utanríkisráðherra. Hann hefur nánast ekkert verið við þessa umræðu. Hann hefur engum spurningum svarað og hann hefur leyft sér að tala um stofnunina og starfsemina með dylgjum sem við þurfum að fá hæstv. ráðherra til þess að skýra fyrir þinginu.