146. löggjafarþing — 36. fundur,  28. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[16:03]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og hv. þingmaður þekkir er ekki mikill samkeppnismarkaður úti á landsbyggðinni. Ef hv. þingmaður hefur svona miklar áhyggjur af því að það sé ekki vínverslun í minni þorpum og það muni gjörbreytast með þessu frumvarpi er hann þar með að tala um að þá verði úrvalið miklu minna og verðið hærra. Í dag er þetta aðgengi til staðar. Það er enginn samkeppnismarkaður á þessum stöðum úti á landi. Það vita hv. þingmenn eins og hv. þm. Teitur Björn Einarsson mætavel. Menn geta talað svona hérna á höfuðborgarsvæðinu þar sem munu rísa nokkrar sérverslanir og nokkrir góðir vildarvinir munu eflaust græða. En það mun ekki gerast heilt yfir. Við skulum tala um jöfnuð í öðru samhengi en jöfnuð í þessu máli. (Forseti hringir.) Við skulum halda því til haga.