146. löggjafarþing — 36. fundur,  28. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[19:02]
Horfa

Jóna Sólveig Elínardóttir (V) (andsvar):

Ég hugsa að hv. þingmaður geti þá tekið þátt í því að fagna því með mér að það er einmitt sérstök áhersla hjá þessari ríkisstjórn á að efla sálfræðiþjónustu við börn og unglinga, líka úti á landsbyggðinni. Það mun þá koma þessum hópi líka til góðs. Það er bara frábært. Ég held að þannig hafi því verið og verði því mætt af stjórnvöldum.

Varðandi það hvort ég telji að þeir sem sinna þjónustu við börn alkóhólista nú þegar setji sig með eða á móti þessu frumvarpi — ég hef bara mína skoðun á því. Hún er ekki alveg fullmótuð. Ég ætla ekki að fara að taka upp skoðanir einhverra samtaka. Ég þarf bara að taka mína persónulegu ákvörðun um þetta mál þegar kemur að atkvæðagreiðslu í þinginu og mun gera það að teknu tilliti til þeirra upplýsinga sem ég hef fengið um málið frá aðilum víðs vegar að úr samfélaginu.