149. löggjafarþing — 36. fundur,  22. nóv. 2018.

forritunarverkefni í grunnskólum.

[10:44]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegur forseti. Við höfum í hyggju að halda áfram með þetta verkefni. Eins og fram kemur í máli hv. þingmanns skiptir það verulegu máli. Það kemur inn í þá stefnumótun sem við leggjum áherslu á. Við erum að endurskoða hvernig innleiðingin hefur verið. Okkur sýnist að verkefnið komi mjög vel út. Það fór af stað, m.a. að frumkvæði hæstv. þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, Illuga Gunnarssonar.

Ég er mjög hlynnt þessu verkefni og mun skoða það enn frekar hvernig á því stendur að staðan á því er eins og hv. þingmaður lýsir. En það er fullur vilji hjá þessum ráðherra til að halda áfram með verkefnið.