151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[13:31]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Við í Samfylkingunni styðjum 1. liðinn á þessu þingskjali. En vegna orða þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins hér áðan vil ég bara minna á að í hv. efnahags- og viðskiptanefnd er verið að vinna með bandorm sem fjallar um tryggingagjaldið. Þar undir eru líka tillögur meiri hlutans. Þegar hlutirnir eru gerðir í þessari röð eigum við ekki annarra kosta völ en að tala um útgjöldin og það gerir hæstv. ríkisstjórn og stjórnarmeirihlutinn líka hvað varðar tryggingagjald. En forsendurnar koma síðar í bandormi eftir helgi.