151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[15:50]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég styð þessar tillögur og tillögur undir þessum lið, fjölskyldumál, sem snúast um stuðning við börn og fjölskyldur. Það eru ýmsar aðgerðir til stuðnings börnum og barnafjölskyldum. Svo eru tillögur um tímabundið framlag til að fylgja eftir aðgerðum í þingsályktun um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Gerð er tillaga um tímabundið framlag til Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, sem starfrækt er á Akureyri þar sem þetta skiptir mjög miklu máli á öllum tímum og ekki síst þeim tímum sem við upplifum núna. Auk þess er hér aukning á framlögum til Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, sem skiptir mjög miklu máli til að þjónusta þau börn sem þangað leita.