Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 36. fundur,  9. feb. 2022.

gögn frá Útlendingastofnun .

[15:46]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ráðherra hefur alveg rétt á sinni skoðun en hann á að fara eftir lögum. Ef hann vill að lögin séu samkvæmt sinni skoðun þá þarf hann að koma með frumvarp til breytinga á þeim lögum til þingsins áður en hann fer að framfylgja geðþóttaákvörðunum sínum og eigin skoðunum. Það er framkvæmd laga sem ráðherra ber ábyrgð á. Ef ráðherra sinnir því ekki þá þýðir það tvennt: Annars vegar að þingið gefst einfaldlega upp á þeim ráðherra eða, ef brotið er á þann hátt að það er upplýst ákvörðun ráðherra, hann gerir það bara skýrt og skilmerkilega og viljandi og að yfirveguðu ráði o.s.frv., þá eru líka til lög um það. Það eru ekki lög sem við eigum að beita af geðþótta. Við förum bara einfaldlega eftir lögum. Ef við ætlum að gera eitthvað annað (Forseti hringir.) þá leggjum við til lagabreytingar um að annað sé gert.