Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 36. fundur,  9. feb. 2022.

fjarskipti.

43. mál
[19:05]
Horfa

Flm. (Jakob Frímann Magnússon) (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessar ábendingar, þær eru dýrmætar. Þetta gerir alvöruþunga málsins enn meiri en ella. Þetta er enn brýnna og mikilvægara mál þegar við blasir að sjálfir lykilaðilar í því að gæta að heill fólksins í landinu, lögregla, sjúkraflutningamenn, björgunarsveitir og aðrir, búa líka við gloppótt kerfi. Ég þakka fyrir þá góðu og dýrmætu ábendingu sem ég mun koma á framfæri við nefndina sem mun fjalla um málið. Það er mjög dýrmætt að fá innlegg frá stjórnarliðum í þetta frumvarp og ég er þakklátur fyrir það.