137. löggjafarþing — 36. fundur,  9. júlí 2009.

endurskipulagning rekstrarhæfra atvinnufyrirtækja.

1. mál
[21:56]
Horfa

Forseti (Þuríður Backman):

Forseti getur upplýst að eins og dagskráin var sett upp, með 18 mál, og ekki hefur gengið betur en svo að enn er verið að ræða þriðja dagskrármálið, að oft og tíðum er erfitt að segja fyrir um hvernig gengur að ræða málin. (Gripið fram í.) Forseti bætti við „að minnsta kosti“ því að heimild hefur verið gefin til þess að þingið haldi áfram störfum fram eftir nóttu og við skulum sjá til og meta það um miðnætti hvernig málin þróast hér á þingi.