146. löggjafarþing — 36. fundur,  28. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[15:14]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Kærar þakkir fyrir svarið, hv. þingmaður. Mig langar að spyrja hv. þingmann: Var það niðurstaða samtalsins við landlækni að við yrðum að hætta þessum hræðsluáróðri? Eða hvað átti formaður velferðarnefndar við í svari sínu? Mig langar líka að spyrja hv. þingmann hvort hún hafi kynnt sér umsagnir um málið frá fyrri þingum og séð hvernig fagfólk í félags- og heilbrigðisvísindum varar við samþykkt þessa frumvarps og hvort hún telji það hræðsluáróður. Hefur hún kynnt sér og séð á þeim umsögnum að aðilar verslunar og þjónustu mæla með því? Hvað finnst henni um það? Hverra hagsmuna telur hún að verið sé að gæta með framlagningu þessa frumvarps?