150. löggjafarþing — 36. fundur,  27. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[17:23]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S):

Virðulegi forseti. Að sjálfsögðu mun ég segja nei við svo popúlískri tillögu (Gripið fram í.) sem er komin fram. Þetta mál snýst ekki um fjármagn sem vantar í þetta, þetta snýst um samningagerð við Sjúkratryggingar Íslands og að nýta þá fjármuni betur sem eru settir í þetta nú þegar. Ég get alveg sagt fullum fetum að ég er hlynntur því að gerðir séu samningar við þá sem veita best aðgengi að heilbrigðisþjónustunni og veita hana á sem hagkvæmastan hátt, bæði fyrir hið opinbera og sjúklingana. Það er hins vegar ekki gert með því að koma hér með popúlíska tillögu við 3. umr. fjárlaga, heldur þarf að ræða það á öðrum stöðum.

Ég tel að við getum nýtt fjármagnið í heilbrigðisþjónustunni töluvert betur og þar á meðal samninga við Klíníkina í staðinn fyrir að fólk fari til útlanda og annað slíkt. Við þessari tillögu er hins vegar lítið mál að segja nei.

Því segi ég nei.