150. löggjafarþing — 36. fundur,  27. nóv. 2019.

orð samgönguráðherra um stjórnarandstöðuna.

[17:59]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég kem upp af eintómri gæsku minni til þess að gefa hæstv. ráðherra Sigurði Inga Jóhannssyni tækifæri á því að koma hingað upp og biðjast afsökunar á því að fara rangt með. Hann hélt því einfaldlega fram að við hefðum ekki greitt atkvæði með neinu máli ríkisstjórnarinnar, ekki að það hafi verið tilefni til að gera það í svo miklum mæli en við gerðum það þar sem við átti. Mér hefur fundist ríkisstjórnin vera frekar hörundsár hérna og kvarta og heimta vítur á þingmenn þannig að mér þætti hæstv. ráðherra maður að meiri ef hann kæmi sér upp úr bílakjallaranum og bæðist afsökunar á orðum sínum. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)