151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[14:03]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Í þessari breytingartillögu felst tillaga um að veita 400 milljónir til viðbótar í uppbyggingu rafhleðslustöðva af nýjustu og bestu gerð um allt land. Ríkisstjórnin hefur nýlega tilkynnt um metnaðarfull markmið sín í loftslagsmálum. Þó að þetta sé kannski ekki stór hluti í því stóra samhengi er þetta vissulega skref í þá átt. Við verðum að vona það að ferðamenn og landsmenn ferðist um Ísland á næstu misserum og árum eins og enginn sé morgundagurinn og við viljum helst að þau geri það og við öll á bílum knúnum rafmagni. En til að það sé hægt verða að vera hleðslustöðvar hvar sem menn eiga ferð um helstu leiðir um landið. Ég skora á ykkur að samþykkja þessa litlu tillögu.