151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[14:18]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg):

Herra forseti. Þær átta náttúrufræðistofur með færum sérfræðingum sem starfa í landshlutunum skipta miklu máli fyrir byggðirnar, byggðastefnuna, vísindin og umhverfismál. Nú þegar er í gildi samstarfssamningur milli ráðuneytisins og náttúrustofanna og það var stórt framfaraskref sem ríkisstjórnin tók með náttúrustofunum fyrst allra ríkisstjórna. Hér er verið að úthluta náttúrustofunum viðbótarfé sem á að efla þær eins og unnt er við núverandi aðstæður. Þetta er jákvætt skref og ekki það síðasta. Náttúrustofurnar geta stækkað og þær eiga að gera það með frekari stuðningi ríkisins.