151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[14:54]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Virðulegi forseti. Geðheilbrigðisþjónusta hefur verið í forgangi hjá þessari ríkisstjórn eins og sést á verkunum. Sálfræðiþjónusta í heilsugæslunni og geðheilsuteymi víða um land eru þar talandi dæmi. Í fjárlögum þessa árs er stigið fyrsta skrefið til niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu á einkastofum. Það er sannarlega mikilvægt skref og þar er um að ræða allt að 7.000 viðtöl sem koma til greiðslu. Næstu skref verða síðan stigin í heildarsamhengi og ég hlakka til að sjá þau stigin.