151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[15:56]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Skoska þingið var fyrst landa í heiminum til að samþykkja lög um að túrbindi, túrtappar og aðrar tíðavörur verði jafnan aðgengilegar öllum þeim sem á þurfa að halda og með þeim lögum lögðu þau skyldur á heilbrigðisyfirvöld og sveitarfélög til að framfylgja lögunum. Tíðavörur ættu að vera á öllum klósettum líkt og klósettpappír og sérstaklega þar sem ungt fólk er í skólum og félagsmiðstöðvum. Skotar leggja áherslu á að tíðavörurnar séu aðgengilegar einmitt þar, hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga. Hér eru lögð til útgjöld til að framkvæma slíka stefnu og ég styð þau útgjöld þó að ég haldi að í framhaldinu þurfum við að búa til ramma í kringum þetta góða markmið.