151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[16:10]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Forseti. Vegna athugasemda hv. þm. Bergþórs Ólasonar var gott að þingforseti útskýrði hvernig þessu var háttað sem hafði að gera með skipan 15 dómara í Landsrétt. Í lögum um skipan dómaranna er kveðið á um eitthvað sem Alþingi hefði að sjálfsögðu þurft að fylgja, þ.e. eigin lögum. Forseti hefur útskýrt það. Jafnframt vil ég benda á að þingmenn minni hlutans greiddu allir atkvæði gegn þeirri tillögu sem var lögð fyrir í heild sinni af meiri hluta hv. stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á þeim tíma (Forseti hringir.) og hún var felld með bara einu atkvæði.

(Forseti (SJS): Þetta getur nú tæplega talist atkvæðaskýring við … )

Fyrst forseti opnaði á þessa samræðu vildi ég að þetta væri landsmönnum skýrt.