Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 36. fundur,  9. feb. 2022.

fjarskipti o.fl.

169. mál
[16:46]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég vil biðja þingheim afsökunar á að hafa beðið seint um sundurliðun á þessu en hér er meiri hluti hv. umhverfis- og samgöngunefndar að fella út grein sem Samkeppniseftirlitið telur mjög brýnt að sé inni í frumvarpinu, þ.e. að gefa Fjarskiptastofnun heimild til að leggja á sektir til þeirra sem veita ekki nauðsynlegar upplýsingar. Þetta er gert í þágu neytenda, í þágu almennings, til að reyna að sporna við stórkostlegum markaðsyfirráðum. En því miður þá er meiri hluti nefndarinnar að fella út þetta ákvæði sem Samkeppniseftirlitið telur mjög nauðsynlegt. Það er miður að enn einu sinni séu stjórnarflokkarnir að ganga gegn vilja samkeppnisyfirvalda.

(Forseti (BÁ): Forseti verður að taka fram að sennilega átti ræða hv. þingmanns við um næstu atkvæðagreiðslu.)