Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 36. fundur,  9. feb. 2022.

sjúkratryggingar.

40. mál
[18:25]
Horfa

Halldór Auðar Svansson (P):

Virðulegi forseti. Ég ætla að hafa þetta stutt enda er frumvarpið stutt. Ég ætla að taka undir það sem hér hefur verið rakið skilmerkilega. Ég hef verið að skoða lögin að baki og reglugerðir og sé ekki betur en að þetta séu óþarfa girðingar. Galli er galli og eðli málsins samkvæmt er það eitthvað sem þarf að laga. Lögin tilgreina að það þurfi að hafa verið samið um þetta hjá Sjúkratryggingum, það er annar varnagli, það fer ekki hvað sem er í gegnum það. Ráðherra er heimilt að setja frekari reglur um framkvæmdina. Það að lögbinda það nákvæmlega og það þurfi að kýta um lagatúlkanir á því hvað er alvarlegt og hvað ekki er frekar absúrd. Mér finnst ekki þurfa að hafa fleiri orð um það.