132. löggjafarþing — 37. fundur,  7. des. 2005.

Fyrirspurnir á dagskrá.

[15:39]
Hlusta

Margrét Frímannsdóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þetta fjallar nákvæmlega um fundarstjórn forseta og fyrirkomulag funda. Hér hefur komið fram að það hafi átt að svara öðrum fyrirspurnum en þeim sem eru á dagskrá. Það er ekki rétt. Hafi hæstv. forseti raðið öðruvísi niður á dagskrána — það fellur undir fundarstjórn forseta — en formanni þingflokks Samfylkingarinnar var kunnugt um er það auðvitað mjög slæmt. Sex fyrirspurnir komu til greina frá Samfylkingunni á þennan fund, þrjár eru inni, og í viðræðum þingflokksformanna í gær var aldrei rætt um það að fyrirspurn frá hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni væri á dagskrá í dag. Ef svo hefði verið hefði hann að sjálfsögðu flýtt för sinni heim.