137. löggjafarþing — 37. fundur,  10. júlí 2009.

fjármálafyrirtæki.

85. mál
[11:06]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Hér erum við að greiða atkvæði um lög sem tryggja það að ríkið geti virkjað heimildina sem var sett inn í neyðarlögin síðastliðið haust og komið sparisjóðunum til aðstoðar. Sú litla breytingartillaga sem hér er til afgreiðslu kemur því stóra máli ekki við. Þetta er, eins og ég sagði í gær, lagatæknileg hreingerning ættuð af nefndasviði og er ekki efnisleg í þessu máli. Ég trúi hins vegar ekki fyrr en ég tek á því að hv. þm. Einar Kristinn Guðfinnsson muni ekki styðja þann björgunarleiðangur sem nú verður hægt að fara í og lagt var upp með með neyðarlögunum síðastliðið haust. Ég segi já.