149. löggjafarþing — 37. fundur,  23. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[12:02]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Albertína Friðbjörg Elíasdóttir) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. formanni atvinnuveganefndar fyrir að gefa mér tækifæri til að leiðrétta þennan misskilning sem virðist vera í þingsalnum, þ.e. að við séum að leggja hér til uppboðsleið. Við erum ekki að gera það og töldum að með þessari tillögu værum við einmitt að rétta fram sáttarhönd, sérstaklega til Vinstri grænna og fleiri þingflokka.

Hvað varðar byggðasjónarmiðin er það sömuleiðis þannig að byggðakvótinn er að sjálfsögðu undanskilinn þarna.

Ég held að ég hafi sýnt það, bæði í fyrri ræðum og í störfum mínum á þinginu, að ég ber hag byggðanna mjög fyrir brjósti og frábið mér málflutning um annað hér í þessum ræðustól.