151. löggjafarþing — 37. fundur,  14. des. 2020.

tollar á landbúnaðarvörur.

[15:10]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegur forseti. Það er meiri dómadagssýnin sem hv. þingmaður hefur á framtíð íslensks landbúnaðar og íslensks samfélags. Við skulum hafa það í huga að þetta er nú ekki erfiðara eða alvarlegra mál en það að þegar hv. þingmaður gegndi stöðu landbúnaðarráðherra var engin atlaga gerð að því að breyta því kerfi sem við erum að setja aftur á núna. Þetta er ekki alvarlegra en það. Þessi ríkisstjórn breytti úthlutun tollkvóta (Gripið fram í.) frá því kerfi sem var við lýði þegar hv. þingmaður gegndi því starfi sem ég gegni í dag. Meiri er breytingin ekki. Ég heyrði ekki allan þann tíma sem hv. þingmaður gegndi því embætti nokkurt einasta ramakvein yfir því að sú aðferð við úthlutun tollkvóta gengi af neytendum meira og minna hálfdauðum. Það fór ekki fyrir þeirri umræðu þá. (ÞKG: Hvar er frelsið?) Hvar var frelsið? (ÞGK: Hvar er frelsið?)

(Forseti (SJS): Ætli það sé ekki rétt að þessum orðaskiptum sé lokið.)