151. löggjafarþing — 37. fundur,  14. des. 2020.

utanríkisþjónusta Íslands.

19. mál
[15:47]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þingflokkur Pírata situr hjá í þessari atkvæðagreiðslu. Hér eru ýmis ákvæði til bóta sem við styðjum en eftir situr að hér er líka ákvæði sem veitir ráðherra eftir sem áður allt of rúmar heimildir til að skipa án auglýsingar í sérvalin embætti, sem við styðjum ekki. Þar að auki hefur málsmeðferð þessa máls alls verið stórfurðuleg eins og ræða hæstv. ráðherra hér rétt á undan mér ber svo sem merki. Það hefur verið mjög umdeilt innan ráðuneytis hæstv. ráðherra sjálfs, jafnvel bara á fordæmalausan hátt, og það er skrýtið að fá svona pillu frá ráðherra í miðjum atkvæðagreiðslum. En við gerum a.m.k. grein fyrir okkar atkvæði og við munum sitja hjá og munum greiða atkvæði gegn því ákvæði sem veitir ráðherra allt of rúmar heimildir til að skipa sendiherra eftir eigin geðþótta.