Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 37. fundur,  24. nóv. 2022.

veiðigjald.

490. mál
[13:48]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Þetta er klassísk mantra sem mér er ljúft og skylt að leiðrétta. Ef það á að horfa á þetta heildstætt þá þarf að taka til kostnað vegna heilbrigðiskerfis, menntakerfis, samgöngukerfis o.s.frv. Líka ef það á að taka bara venjulegan virðisaukaskatt og tekjuskatt o.s.frv. allra sem vinna í þessari atvinnugrein. Ef það á að leggja þetta að jöfnu þá þarf líka að telja allt til jafns. En þarna erum við bara að spyrja um hver kostnaður af aðgengi að auðlindinni er. Veiðigjöldin eiga að borga ákveðinn kostnað vegna reksturs auðlindarinnar. Það er hægt að telja upp hvað það er. Þegar við fáum veiðigjöldin til hliðar þá tökum við kostnaðinn sem við þurfum til þess að reka bara þessa hluta.

Á sama hátt er útgerðin bara að taka til kostnað vegna veiðanna, og laun að vísu líka o.s.frv. en það er hluti af kostnaði þess að fara og sækja auðlindina.

Síðan er allt hitt heildarkerfið og ef við ætlum að reikna hvað fer í virðisaukaskatt og laun o.s.frv. til hliðar, bæta því einhvern veginn við arðinn sem ríkið er að fá af þessari auðlind, þá erum við líka telja til kostnaðinn sem við erum að setja þann pening í. Launakostnaðurinn og virðisaukaskatturinn og fleira fer rekstur á samgöngukerfinu, hann fer ekki í rekstur Matís og Fiskistofu og þess háttar. Það er sérstaklega talað um að veiðigjaldið eigi að standa straum af kostnaði af öllu þessu eftirliti og eftirfylgni sem þarf með auðlindinni í lögum um stjórn fiskveiða. Það er mjög skýrt. Þó að við séum ekki með markaða stofna þá er samt talað um það þar. Ef við höfum þetta einfalt og afmarkað (Forseti hringir.) þá er þetta mjög góður samanburður.