154. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2023.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:02]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hafa borist bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 263, um íslenskukennslu fyrir útlendinga, á þskj. 290, um aldurstengda örorkuuppbót, og á þskj. 437, um frítekjumark á framfærsluuppbót örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega, allar frá Jóhanni Páli Jóhannssyni, á þskj. 277, um ferðakostnað, og á þskj. 464, um alþjóðlegar skuldbindingar og frumvarpsgerð, báðar frá Birni Leví Gunnarssyni, á þskj. 221, um aldursviðbót, frá Guðmundi Inga Kristinssyni, á þskj. 298, um þróun bóta almannatrygginga, frá Vilhjálmi Árnasyni, á þskj. 322, um atvinnuþátttöku eldra fólks, frá Ingibjörgu Isaksen, og á þskj. 324, um búsetuúrræði fatlaðs fólks, frá Bryndísi Haraldsdóttur.

Einnig hafa borist bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 495, um kostnað við byggingu hjúkrunarheimila, frá Kristrúnu Frostadóttur, og á þskj. 499, um fráflæðisvanda á Landspítala, frá Berglindi Hörpu Svavarsdóttur.