140. löggjafarþing — 37. fundur,  15. des. 2011.

um fundarstjórn.

[11:07]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég tek til máls vegna þess að ég leit á dagskrá dagsins og sá að þar eru mörg mál, sem betur fer, sem þarf að ræða í dag. Flest þeirra þarf að afgreiða fyrir áramót þannig að það er eðlilegt að þingið hafi mikið að gera í dag og á morgun og kannski á laugardaginn við að afgreiða þessi mál. Þau þarf öll eitthvað að ræða, menn þurfa að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Ég tek eftir að eitt málið á dagskrá, nr. 26 sem er 4. mál á þessu þingi, þarf ekki að afgreiða af neinum ástæðum fyrir áramót. Það er engu að síður mjög merkilegt mál, um staðgöngumæðrun, sem vissulega þarf að ræða vel og lengi hér í þingsal við síðari umr. Þetta mál hefur aldrei verið rætt, það er frá því á síðasta þingi en þá náðist aldrei að ræða það í þingsal við síðari umr. Ég spyr forseta hvort ekki verði örugglega gefinn tími til þess (Forseti hringir.) í kvöld, í nótt eða á morgun að ræða það mál eins og þarf.