Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 37. fundur,  10. feb. 2022.

staða viðkvæmra hópa og barna.

[11:05]
Horfa

mennta- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F):

Virðulegur forseti. Ástæða þess að ég taldi mikilvægt að ræða þær aðgerðir sem hefur verið ráðist í er sú að þingmaðurinn lét að því liggja að ekkert hefði verið gert og ekki hefði verið fjármagnað. Hann gerði það aftur nú í seinni fyrirspurn og sagði að hér hefðu verið lögð fram fögur frumvörp sem ekki hefðu verið fjármögnuð. Það er einfaldlega rangt. (Gripið fram í.) — Virðulegur forseti, það er mjög erfitt að tala hér þegar þingmaðurinn getur ekki verið rólegur í þingsalnum á meðan. Það skiptir gríðarlega miklu máli að stíga inn gagnvart börnum og barnafjölskyldum varðandi þá þætti sem ég nefndi áðan og við ætlum að halda þeim aðgerðum áfram. Það skiptir líka máli að koma inn í efnahagsmálin með aðgerðir til að létta undir með tekjulágum heimilum. Ég tek hjartanlega undir með viðskiptaráðherra sem ræddi það í fjölmiðlum í morgun að við ættum að grípa til félagslegra aðgerða. Þar eigum við að horfa til allra (Forseti hringir.) mögulegra aðgerða sem hægt er að grípa til og skoða fjármögnun með það í huga að fjármálakerfið grípi þar inn í.

Ég tek undir með hv. þingmanni: Við þurfum að fara í aðgerðir. Við þurfum að forma þær en þær þurfa að vera á víðtækum grunni.