137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

breytingartillaga og umræða um ESB.

[11:41]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg):

Frú forseti. Ég vildi gera forseta grein fyrir því að ég hafði hugsað mér að vera á breytingartillögum varðandi tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu ásamt þingmanni frá Sjálfstæðisflokknum, þingmanni frá Framsóknarflokknum og þingmanni frá Borgarahreyfingunni um aðildarviðræður við ESB. Þá barst mér til eyrna að slíkt gæti valdið stjórnarslitum. Ég hafði staðið í þeirri trú að hver maður yrði óbundinn í þinginu þegar þetta mál kæmi hingað inn en svo er ekki. Þingið er í gíslingu í þessu máli. Það er engin spurning að mínu mati að ef hver og einn þingmaður fylgdi samvisku sinni væri meiri hluti fyrir tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu í þinginu. Ólýðræðislega umsókn um aðild að ESB er ekki hægt að taka alvarlega.

Frú forseti. Ég mun ekki taka frekari þátt í umræðunni í dag og hvet þingmenn til að fylgja eigin sannfæringu í þessu máli og styðja tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)