138. löggjafarþing — 38. fundur,  4. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[11:15]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Vegna þeirra orða hæstv. fjármálaráðherra sem hér féllu um dagskrá þingsins í dag vil ég beina því til virðulegs forseta að samkvæmt 63. gr. þingskapalaganna er það í valdi forseta að breyta dagskrárröð mála. Ég skora á forseta, úr því að ríkisstjórnin er ekki tilbúin til að taka ábyrgu tilboði stjórnarandstöðunnar um að tryggja að þau mál sem hæstv. fjármálaráðherra nefndi sérstaklega að þyrftu að komast áfram geri það, að grípa fram fyrir hendurnar á ríkisstjórninni og segja: Við þurfum að ganga í þessi mál nú þegar. Tilboð stjórnarandstöðunnar hefur komið fram. Forseti hefur heimild til að taka þá ákvörðun að taka nú þegar á dagskrá þau mál sem hæstv. fjármálaráðherra hefur áhyggjur af, og við (Forseti hringir.) stjórnarandstæðingar líka, og ræða þau strax.