149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[20:52]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er alveg ljóst að það er í höndum Alþingis að setja reglur, leikreglur, lög. Meðal annars dreg ég ekki í efa að ef meiri hluti þingsins vill kollvarpa fiskveiðistjórnarkerfinu geti hann gert það. En ég er þeirrar skoðunar að veiðirétturinn sem nú er sé ótímabundin og fyrir hann er greitt gjald. Ef menn vilja innkalla veiðiheimildir, eins og mér sýnist að sé verið að leggja til, (ÞKG: Það er ekki verið að gera það.) er nauðsynlegt að þeir sem hvetja til slíks svari þeirri spurningu hvort þeir telji að þeir sem nú eru skráðir fyrir veiðiheimildunum, réttindunum, (Forseti hringir.) atvinnuréttindunum, að sækja fiskinn í sjóinn, (Forseti hringir.) eigi þá ekki kröfu um skaðabætur þegar þar að kemur.