150. löggjafarþing — 38. fundur,  2. des. 2019.

heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017.

183. mál
[16:30]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Samfylkingin styður þetta mál og ég er í hópi þeirra þingmanna sem skrifa undir álitið með þeim fyrirvara sem hv. þm. Jón Steindór Valdimarsson gerði grein fyrir áðan. Ég tel eins og hann að ríkislögmaður hafi haldið þannig á málinu í umboði ríkisstjórnarinnar, m.a. með greinargerð sinni, að það hafi ekki verið til þess fallið að sættir næðust í því en úr því sem komið er sé ekki um annað að ræða en að styðja þetta mál.