151. löggjafarþing — 38. fundur,  15. des. 2020.

skattar og gjöld.

314. mál
[15:04]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Við erum stödd í djúpri atvinnukreppu og hún bítur fólk því miður mjög illa. Það fólk, og allt samfélagið, á því mjög mikið undir því að við sköpum sem flest störf og gerum það hratt. Við þurfum auðvitað að skapa störf hjá undirmönnuðum stofnunum hins opinbera en ekki síður hjá einkafyrirtækjum um allt land. Það getum við gert með skynsamlegum hvötum. Þessi tillaga lýtur að því að veita fyrirtækjum 2 millj. kr. afslátt af tryggingagjaldi á næsta ári. Það yrði þá tryggingagjaldslaust fyrir allra smæstu fyrirtækin en væri umtalsverður styrkur fyrir þau stærri líka. Ég vona að þetta verði samþykkt.