Bráðabirgðaútgáfa.
152. löggjafarþing — 38. fundur,  21. feb. 2022.

varaþingmenn taka sæti .

[15:02]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Borist hefur bréf frá formanni þingflokks Framsóknarflokks um að Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir verði fjarverandi á næstunni. Einnig hafa borist bréf frá Andrési Ingi Jónssyni, Njáli Trausta Friðbertssyni og Tómasi A. Tómassyni um að þeir geti ekki sótt þingfundi á næstunni.

Í dag taka því sæti á Alþingi 1. varamaður á lista Framsóknarflokksins í Norðvest., Friðrik Már Sigurðsson, 1. varamaður á lista Pírata í Reykv. n., Lenya Rún Taha Karim, 1. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðaust., Berglind Harpa Svavarsdóttir, og 1. varamaður á lista Flokks fólksins í Reykv. n., Kolbrún Baldursdóttir. Lenya Rún Taha Karim og Kolbrún Baldursdóttir hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru boðnar velkomnar til starfa að nýju.