141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[17:55]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Úr því að hæstv. forsætisráðherra minntist á hið ágæta starf sem fyrrverandi hv. þm. Framsóknarflokksins, Jón Kristjánsson, fór fyrir vil ég taka undir að það var mjög gott starf. Það var hans markmið að ná fram breytingum á stjórnarskránni. Það var komin sátt um flesta þá kafla stjórnarskrárinnar sem voru til skoðunar nema ekki náðist sátt vegna 26. gr. um að forseti geti sent mál í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Samfylkingin og Vinstri grænir voru með því að ákvæðið yrði virkjað en Sjálfstæðisflokkurinn á móti. Hvað gerist eftir að forsetinn vísaði Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu? Vinstri menn hrukku frá ákvæðinu og nú er líklega sátt um að forsetinn hafi þetta vald.

Varðandi það sem hæstv. forsætisráðherra fór yfir ítreka ég að það er ekki hægt að (Forseti hringir.) vera með sleggjudóma (Forseti hringir.) um þá þingmenn sem hafa starfað hér á þinginu. Um stjórnarskrárbreytingar á að vera víðtæk sátt (Forseti hringir.) og þetta á að leysa í samkomulagi en ekki uppnámi, eins og nú er boðað.

(Forseti (KLM): Ég vil biðja þingmenn um að virða tímamörk.)