146. löggjafarþing — 38. fundur,  2. mars 2017.

vextir og verðtrygging o.fl.

216. mál
[16:19]
Horfa

Lilja Alfreðsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú er gaman á þingi! Virkilega. Hv. þm. Vilhjálmur Bjarnason í svaka stuði og spyr hérna bara býsna góðra spurninga. Ég ætla að spyrja hann á móti: Er hann búinn að gleyma ólöglegu lánunum sem voru veitt hér, gengislánunum, og það þurfti að afskrifa 150 milljarða í bankakerfinu vegna þeirra? Er hann búinn að gleyma öllum heimilunum sem tóku þessi lán og voru með neikvæða eiginfjárstöðu og lentu í svo ofboðslega miklum vandræðum að fólk gat varla sofið vegna þessa?

Hv. þingmaður er búinn að gleyma þessu öllu.

Það er ekkert skrýtið vegna þess að við þekkjum hann. Allt sem er óþægilegt, hann bara gleymir því.

Varðandi ávinning þeirra fyrirtækja sem eru óvarin: Hann er svo sannarlega. En þetta eru burðug fyrirtæki og geta að sumu leyti staðist þetta.

En við erum líka að tala um heimilin í landinu, (Forseti hringir.) að mismuna þeim ekki svona stórkostlega. En það kemur mér ekkert á óvart að hv. þm. Vilhjálmur Bjarnason vilji mismuna heimilum eða fólki. Við Framsóknarmenn þekkjum það svo sannarlega.